EGF

EGF stendur fyrir Epidermal Growth Factor en það er prótín sem gegnir mikilvægu hlutverki í að viðhalda húðinni unglegri. Frá fæðingu og fram til fullorðinsára framleiða líkamar okkar ríkulegt magn af sértækum prótínum en þessi prótín tengjast frumum og senda þeim skilaboð um að gera við, endurnýja eða fjölga. EGF er eitt mikilvægasta prótínið í húðinni og hjálpar til við að auka framleiðslu á kollageni og elastíni til að viðhalda heilbrigðri, þéttri og unglegri húð.


About us image

Húð barna er þykk og þrýstin og mann langar mest til að klípa í hana - það er vegna þess að hún er full af prótíninu EGF. Þegar við náum fullum þroska dregst framleiðsla EGF saman og smám saman hægist á endurnýjun og viðgerð fruma sem hefur á endanum áhrif á útlit okkar. Þéttni húðar minnkar um 1% á hverju ári eftir tvítugt og minnkar enn frekar, eða um allt að 30%, á breytingaskeiðinu. Húðin byrjar að síga auk þess sem fínar línur og hrukkur láta á sér kræla. Og það er þar sem EGF húðvörur koma inn. BIOEFFECT EGF-húðvörurnar endurnýja náttúrulegar birgðir líkamans af EGF og endurvekja húðfrumur – og hjálpa þannig til við að hægja á öldrun.

About us image
Confectioner image

HREINT, ÁHRIFARÍKT OG
UNNIÐ ÚR BYGGI

Hvað er svona einstakt við  EGF BIOEFFECT? Um er að ræða fyrsta EGF-ið í heiminum sem er unnið úr plöntum. EGF hefur áður verið ræktað í bakteríum sem eykur hættu á eitrun eða unnið úr frumum manna eða dýra sem vekur upp siðferðilegar og lagalegar spurningar. Framleiðsla EGF úr byggi er öruggari, hreinni og stöðugri - sem gerir það að fullkomnum valkosti fyrir húðumhirðu.

Gróðurhús og ræktun

Í vistvæna hátæknigróðurhúsinu okkar í Grindavík, á svæði sem kallað er Reykjanes UNESCO Global Geopark, ræktum við allt að 130.000 byggplöntur í einu á 2.000 fermetrum. Í byggplöntunum framleiðum við meðal annars EGF (Epidermal Growth Factor), virka innihaldsefnið sem við notum í BIOEFFECT húðvörurnar. Plönturnar vaxa og dafna í 30 daga í virkri úr eldfjallinu Heklu og eru vökvaðar með tæru íslensku vatni úr næstu uppsprettu. Grunnvatnið er ein af dýrmætustu auðlindum okkar Íslendinga. Það hefur fengið umhverfisvænustu hreinsun sem hugsast getur með því að seytla í gegnum jarðlög landsins á löngum tíma og því er engin þörf á að hreinsa það frekar með efnum. Við notum íslenska vatnið í okkar vörur til þess að tryggja sem hreinustu blöndun á innihaldsefnum okkar, en íslenska vatnið og EGF-ið sem við ræktum í bygginu er það sem gerir BIOEFFECT húðvörurnar einstakar.

Section