FOGIA BOND

Founder image

Skandinavísk hönnun

Bond hillukerfið er gott dæmi um glæsilega Skandinavíska hönnun og vandaða framleiðslu. Kerfið var hannað til mæta þörfum fyrir hillur við margbreytilegar aðstæður.

Endalausir möguleikar

Hillurnar eru samsettar án nokkurra verkfæra, úr einföldum einingum og hægt er að hanna hilluna eftir þörfum hvers og eins. Það sem gerir þessa hillu einstaka eru festingar möguleikarnir, en hilluna er hægt að festa á vegg, hengja í loft eða láta hana standa á gólfi.  Loft festingin er sérstaklega skemmtileg og gefur möguleika á að leika sér með form sem hentar á hverjum stað.

Product image
Founder image

Teiknaðu þína hillu

Leyfðu hugmyndafluginu að njóta sín og púslaðu saman drauma hilluna með teikniforriti hjá Fogia.

Þegar þú ert sátt/ur við útfærsluna sendu okkur hana í PDF formi á info@nomadstore.is og í kjölfarið sendum við þér verðtilboð.

Afhendingartími 5-8 vikur

BOND 

Viðartegundir

Askur

Eik

Hnota

Sérpantanir

Afhendingartími 5-8 vikur

Sænsk framleiðsla

Stærð á hillu og súlum

Lengd hillu: 78 cm 

Súlur: 35 cm, 25 cm og 10 cm
Dýpt: 20 cm 

Eiginleikar

Engin þörf á verkfærum

Hægt að bæta við einingum seinna meir, ef þú flytur og vilt stærri hillu

Lífstíðar eign