nomad. studio

Ert þú nýbúin/n að ljúka námi í listaháskóla eða stundar þína eigin list og langar að koma verkum þínum í sýningarsal? Á neðri hæðinni er galleríið okkar - nomad. studio, þar sem listafólki gefst tækifæri á að koma verkum sínum á framfæri. Ef þú ert að leita að plássi til að halda sýningu, þá er þetta salurinn sem hentar þér á kjör stað í miðbænum. Við aðstoðum við uppsetningu á sýningum, opnunarkvöldum, sölu á varningi (t.d. bók) og auglýsingum sem hjálpar þér að taka fyrstu skrefin í átt að sjálfstæðum listaferli.

Þú getur sótt um að halda þína eigin sýningu með því að senda portfolio og námsferilskrá á
info@nomadstore.is. Að lágmarki skal senda 6 myndir (jpeg 2mb/per mynd) sem gefa góða hugmynd um list þína og þá sýningu sem verður sett upp.