Tumbler Selfie Hátalari - Hnota

Vnr
GI-G004WT
5.990 kr.

Þessi fallegi litli hátalari leynir heldur betur á sér, hljómgæðin koma skemmtilega á óvart og hægt er að hlusta á tónlist í allt að 10 klst á einni hleðslu.

Dökk hnotan er glæsileg en hún er unnin á sjálfbæran hátt eins og reyndar allar viðarvörur frá þessu fyrirtæki. Hægt er að nota hátalarann til að stjórna síma og taka "selfie" mynd þráðlaust.

Þessi hátalari sker sig úr hvar sem er fyrir fallega hönnun og vandaða framleiðslu. Tilvalinn í vinnustofuna, sumarbústaðinn eða bara hvar sem þörf er á smá tónlist til að lífga upp á tilveruna.

 • Efni: hnota
 • Bluetooth V5. 0
 • Hátalarastyrkur: 3W
 • Stærð á hátalara: 32mm
 • Getur stýrt síma fyrir "selfie"
 • 300mAh hleðslu rafhlaða
 • Afspilun í 4-10 klst eftir hljóðstyrk
 • Rafmagn inn: DC5V, 0. 2A
 • Full hleðsla eftir 1,5-2 klst
 • Stærð:72,5 mm x 72,5 mm x 35 mm
 • Þyngd: 90 gr
Afhending og vöruskil

Þegar greitt er fyrir vöruna er hægt að velja um:

 • að fá vöruna senda með Íslandspósti sem tekur að jafnaði 3-5 daga.
 • að sækja vöruna í verslun okkar næsta dag eftir að pantað er.

Hægt er að skila vöru til nomad. allt að fjórtán dögum eftir afhendingu gegn framvísun kvittunar svo framarlega sem umbúðir eru óskemmdar.

© nomad. Öll réttindi áskilin.