BIOEFFECT - On the Go Essentials

kr 6.950

1. EGF Dropa Sample: Öflugt serum sem hægir á öldrun húðar, dregur úr sjáanlegum merkjum öldrunar, endurvekur æskuljóma húðarinnar og gefur henni unglegra yfirbragð. Hefur hlotið fjölmörg alþjóðleg verðlaun og frábærar viðtökur í snyrtivörugeiranum.

Berið 2-4 dropa á andlit og háls á hverju kvöldi.

2. Day Serum Sample: Serum sem vinnur gegn öldrun og sérstaklega hannað til að nota á daginn. Dregur úr hrukkum og fínum línum, endurvekur ljóma og kemur jafnvægi á rakastig húðarinnar. Einnig mjúkur og tilvalinn grunnur undir farða.

Berið 1-2 pumpur á hreina húð í andliti og á hálsi. Gefið húðinni 3-5 mínútur til að draga serum-ið í sig áður en farði eða sólarvörn eru borin á.

3. Micellar Cleansing Water Sample: Hreinsivatn sem fjarlægir farða og önnur óhreinindi á mildan en áhrifamikinn máta. Inniheldur hreint og mjúkt íslenskt vatn auk fjögurra rakagjafa. Húðin verður hrein, fersk og mjúk á eftir.

Vætið bómullarskífu vel með BIOEFFECT Micellar Cleansing Water. Strjúkið mjúklega yfir andlit, augnsvæði og háls. Endurtakið þar til öll óhreinindi virðast fjarlægð af húðinni.

4. Volcanic Exfoliator Sample: Náttúrlegur djúphreinsir sem fjarlægir óhreinindi og dauðar húðfrumur. Inniheldur örfína kristalla úr íslensku hrauni sem fjarlægja dauðar húðfrumur og önnur óhreinindi af yfirborði húðar. Húðin verður sléttari og mýkri eftir notkun.

Berið lítið magn af djúphreinsinum á hreina og raka húð. Nuddið varlega og forðist augnsvæðið. Skolið vel. Notið 1-2 sinnum í viku, eða hvenær sem þörf þykir.

Nánar
  • 5 ml EGF Serum
  • 5 ml EGF Day Serum 
  • 10 ml Volcanic Exfoliator
  • 30 ml Micellar Cleansing Water

 

Skilmálar

Vöruverð

Allt verð í versluninni er með virðisaukaskatti. Sendingarkostnaður er ekki innfalinn en hann er reiknaður í lok viðskiptanna út frá þyngd vörunnar og gjaldskrá póstsins. Hægt er að sækja pantanir í verslun nomad og reiknast þá enginn sendingarkostnaður.

Afgreiðsla - póstur

Pantanir sem sendar eru með pósti eru afgreiddar 1-2 dögum eftir að þær berast.
Allar póstsendingar eru sendar með rekjanlegu númeri þannig að hægt er að fylgjast með sendingunni
og hvenær hún kemur.

Afgreiðsla - sótt í verslun

Ef beðið er um "sótt í verslun" verða slíkar pantanir tilbúnar daginn eftir að þær berast.

Vöruskil

Vörum er hægt að skila gegn framvísun kvittunar og því að umbúðir séu óskemmdar, fæst þá inneignarnóta í versluninni í staðinn. Ef vörum er skilað með pósti er sendingarkostnaður greiddur af kaupanda.

Gallaðar vörur

Allar kvartanir um brotna eða gallaða vöru þurfa að berast innan viku eftir að vara er móttekin. Allar slíkar kvartanir þurfa að berast skriflega á info@nomadstore.is

 

Vörur ekki til

Við leggjum kapp á að hafa lagerstöðu rétta í vefbúðinni, en ef keypt er vara sem ekki reynist til á lager verða þau kaup endurgreidd.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Varnarþing

Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um neytendasamninga nr 16/2016 og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 16/2016 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.  

Svipaðar vörur

Nýlega skoðað